Láttu bara eins og ég sé ekki hérna | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Láttu bara eins og ég sé ekki hérna

    lattubaraeinsogegseekkiherna storVerkið Láttu bara eins og ég sé ekki hérna er grískur þátttökuharmleikur þar sem áhorfandinn lærir að þekkja sjálfan sig upp á nýtt. Þau bjóða áhorfendum að koma í leikhúsið og gangast undir persónuleikapróf þar sem hann er leiddur í gegnum stig sjálfsupplýsingar og þarf að horfast í augu við sína innri pöndu.

    Verkið veltir því upp hvað það þýðir að vera manneskja á tímum stanslauss eftirlits og hvernig við sköpum sjálfsmynd okkar þegar einkalífið er orðið að eign stjórnvalda og stórfyrirtækja.

    ATH: Óhefðbundinn sýningartími og takmarkaður miðafjöldi.

    Verkefnið er uppfærsla leikhópsins Sóma þjóðar. Sóma þjóðar er ætlað að vera frjáls samræðugrundvöllur um sviðslistir, ekki síður en eiginlegur leikhópur. Áhersla er lögð á sameiginlegt eignarhald allra þáttakenda verkefna, og deilda listræna ábyrgð.

    Öllum aðstandendum er frjálst að taka þátt í öllum stigum og sviðum listsköpunarinnar og sækja innblástur og aðstoð að sama skapi á þverfaglegum grundvelli.

    Að verkinu standa:
    Hannes Óli Ágústsson
    Karl Ágúst Þorbergsson
    Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
    Sara Hjördís Blöndal
    Salóme R. Gunnarsdóttir
    Tryggvi Gunnarsson
    Sigurður Arent Jónsson

    Sýningar
    2. desember kl. 18, 19 og 20
    9. desember kl. 18, 19 og 20
    10. desember kl. 18, 19 og 20
    13. desember kl. 17, 18 og 19



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!