Seinni samlestur
Mánudaginn 14. desember verður seinni samlestur á vorverkefni Hugleiks haldinn (sá fyrri var sunnudaginn 6. des.)
Um er að ræða nýtt leikrit eftir Ármann Guðmundsson en hann mun jafnframt leikstýra því. Verkið, sem ekki hefur hlotið nafn ennþá, fjallar um ástir, örlög og óteljandi morð í íslenskri 19. aldar sveit. Allir sem hafa áhuga á að leika – og syngja því að hugleikskum sið verður að sjálfsögðu tónlist í verkinu – eða koma að sýningunni með einhverjum öðrum hætti eru velkomnir á þennan samlestur. Stefnt er að því að hefja æfingar í byrjun mars og er frumsýning fyrirhuguð um miðjan apríl. Leikhópurinn verður hins vegar skipaður fyrir jól og undirbúningur hafinn.