Improv Ísland ásamt Anthony Atamanuik
Improv Ísland ásamt Anthony Atamanuik – AÐEINS EIN SÝNING!
Einn besti spunaleikari New York, Anthony Atamanuik mun sýna með spunaleikurum frá Improv Ísland mánudagskvöldið 7.desember.
Anthony er í einum þekktasta spunaleikhóp Bandaríkjanna, Asssscat, ásamt Amy Poehler, Tinu Fey og fleirum. Hann hefur m.a komið fram í Broad City og 30 Rock og sýnir reglulega og kennir í UCB leikhúsinu í NY.
Stórkostlegir gestir koma fram með okkur sama kvöld:
Ingvar E leikur sitt hlutverk úr senu, á móti Anthony sem veit ekki um hvað senan er og spinnur á móti. Einnig kemur Ari Eldjárn og fer með sannsögulegan mónólóg út frá einu orði frá áhorfendum, og leikhópurinn spinnur sýningu ásamt Anthony inspireraða af því.
Karl Olgeirsson spilar undir frumsömdum söngleik.
Takmarkaður miðafjöldi í boði!
Næstu sýningar Improv Ísland eru ekki fyrr en í febrúar.
Miðasala á midi.is eða leikhusid.is