Öldin okkar
Félagarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í hljómsveitinni Hundur í óskilum setja upp, í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar, glænýtt leik- og tónverki sem kallast Öldin okkar.
Hundinum er náttúrlega ekkert íslenskt óviðkomandi; hann gefur sig í tali og tónum að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna í brjóstum leikhúsgesta.
Frábær skemmtun með helstu tvenndarleikurum landsins!
Leikstjórn er í höndum Ágústu Skúladóttur, Axel Hallkell Jóhannesson sá um leikmynd og búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson sá um lýsingu. Sýningin er sýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins.