(90)210 Garðabær
Það eina sem varpar skugga á annars fullkomið fjölskyldulíf í 210 Garðabæ er félagsmálaíbúð í stórri blokk í bænum. Þegar sonur Sóleyjar, fyrirmyndarhúsmóður, er lagður í einelti efast hún aldrei um hvar sökudólginn er að finna. Sóley og tvær bestu vinkonur hennar ákveða að taka málin í sínar hendur og banka upp á hjá „félagsmálapakkinu“ í blokkinni í Hrísmóum. Inngrip þeirra fer þó á allt annan veg en þær ætluðu sér í upphafi og skyndilega er hið fullkomna líf þeirra allra komið úr skorðum.
Meinfyndið og spennandi verk um hvað leynist undir sléttu og felldu yfirborðinu. Hversu langt eru húsmæðurnar í (90)210 Garðabæ tilbúnar að ganga til að halda sannleikanum leyndum?
Leikfélagið Geirfugl í samstarfi við Þjóðleikhúsið. (90)210 Garðabær er eftir Heiðar Sumarliðason, hann sér einnig um leikstjórn. Leikarar eru þau María Heba Þorkelsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Vígdís Másdóttir. Leikfélagið Geirfugl í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.