4:48 Psychosis eftir Söruh Kane | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    4:48 Psychosis eftir Söruh Kane

    4.48 sarah kane stór4:48 Psychosis eftir Söruh Kane verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu þann 10. september.

    Þetta er frumuppsetning hér á landi en leikverkið hefur vakið gríðarlega athygli og umtal um allan heim síðan það var frumsýnt í Bretlandi árið 2000.

    Edda Björg Eyjólfsdóttir hefur yfirumsjón með sýningunni og hefur fengið glæsilegan hóp listamanna með sér. Búningar eru í höndum Filippíu Elísdóttir, um leikmynd sér Stígur Steinþórsson, Stefán Már Magnússon og Magnús Örn Magnússon eru ábyrgir fyrir tónlist og hljóðmynd. Sigurlaug “Didda” Jónsdóttir þýðir, Stefán Hallur Stefánsson er dramatúrg, Friðrik Friðriksson leikstýrir og Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur.

    Sarah Kane hengdi sig með skóreimunum sínum árið 1999. Skrif hennar einkennast af ákafri og hatrammri baráttu höfundarins við alvarlegt þunglyndi og var 4:48 PSYCHOSIS kveðjukoss hennar til leiklistarinnar sem hún hafði tekið ástfóstri við. Í örvæntingarfullri einangrun og með ástríku vonleysi sýnir hún okkur sál á mörkum lífs og dauða sem rökræðir réttlætingu þess að taka eigið líf.

    Verkefnið er einnig styrkt af Reykjavíkurborg og er sýnt í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

    Frumsýning, 10. september kl. 19:30
    Önnur sýning, 13. september kl. 19:30
    Þriðja sýning, 16. september kl. 19:30



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!