Billy Elliot sumarnámskeið
Eins og mörgum er kunnugt koma erlendir dansþjálfarar á heimsmælikvarða að undirbúningi sýningarinnar um Billy Elliot sem sýnd er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Borgarleikhúsið langar af því tilefni að bjóða upp á sérstakt söngleikjanámskeið fyrir börn og unglinga, en kennslan verður í höndum sömu kennara og halda utan um alla þá þjálfun sem drengirnir sem leika Billy Elliot fá fyrir hlutverkið. Alls verða haldin þrjú tveggja vikna námskeið fyrir börn á aldrinum 8-14 ára og verður hópunum skipt í tvennt eftir aldri og getu.
Námskeiðin fara fram í Borgarleikhúsinu, kl. 09:00 – 13:00, dagana 15. – 26. júní (9 virkir dagar), 20. – 31. Júlí (10 virkir dagar) og 4. – 14. ágúst (9 virkir dagar).
Skráning fer fram á heimasíðu Borgarleikhússins eða með því að hafa samband við móttöku Borgarleikhússins í síma 568-5500. Þátttökugjald er 40.000 kr. fyrir 10 daga námskeið og 36.000 fyrir 9 daga námskeið en allar frekari upplýsingar má nálgast á netfangið billy@borgarleikhus.is