Billy Elliot sumarnámskeið | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Billy Elliot sumarnámskeið

    billy112Eins og mörgum er kunnugt koma erlendir dansþjálfarar á heimsmælikvarða að undirbúningi sýningarinnar um Billy Elliot sem sýnd er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Borgarleikhúsið langar af því tilefni að bjóða upp á sérstakt söngleikjanámskeið fyrir börn og unglinga, en kennslan verður í höndum sömu kennara og halda utan um alla þá þjálfun sem drengirnir sem leika Billy Elliot fá fyrir hlutverkið. Alls verða haldin þrjú tveggja vikna námskeið fyrir börn á aldrinum 8-14 ára og verður hópunum skipt í tvennt eftir aldri og getu.

    Námskeiðin fara fram í Borgarleikhúsinu, kl. 09:00 – 13:00, dagana 15. – 26. júní (9 virkir dagar), 20. – 31. Júlí (10 virkir dagar) og 4. – 14. ágúst (9 virkir dagar).

    Skráning fer fram á heimasíðu Borgarleikhússins eða með því að hafa samband við móttöku Borgarleikhússins í síma 568-5500. Þátttökugjald er 40.000 kr. fyrir 10 daga námskeið og 36.000 fyrir 9 daga námskeið en allar frekari upplýsingar má nálgast á netfangið billy@borgarleikhus.is

     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!