RAKARINN Í SEVILLA Í HAUST | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    RAKARINN Í SEVILLA Í HAUST

    Söngvarar ra - stór

    Hin vel þekkta gamanópera Rossinis, Rakarinn í Sevilla, er næsta verkefni Íslensku óperunnar og verður frumsýning þann 17. október næstkomandi í Eldborg í Hörpu.

    Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígaró, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem sló rækilega í gegn í Don Carlo hjá Íslensku óperunni síðastliðið haust og var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor og var ennfremur á dögunum tilnefndur til Grímunnar sem Söngvari ársins. Í öðrum hlutverkum eru Gissur Páll Gissurarson sem Almaviva greifi, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir í hlutverki Rosinu, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson í hlutverki Doktor Bartolo, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson í hlutverki Don Basilio, Ágúst Ólafsson í hlutverki Fiorello og Valgerður Guðnadóttir í hlutverki Bertu.

    Leikstjóri verður Ágústa Skúladóttir, búninga hannar María Ólafsdóttir og leikmyndahönnuður er Steffen Aarfing. Hljómsveitarstjóri verður Guðmundur Óli Gunnarsson.

    Alls verða fimm sýningar á óperunni í október og nóvember.

     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!