50. sýningin – Brot úr hjónabandi | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    50. sýningin – Brot úr hjónabandi

    Brot úr hjónabandi 1

    Jóhann og Maríanna hafa verið gift í tíu ár. Þeim gengur vel, hafa náð langt í starfi, eiga tvö börn og hjónaband þeirra virðist endalaus hamingja. Þangað til Jóhann tilkynnir Maríönnu að hann vilji skilja.

    Við tekur hressandi kvöldstund þar sem allt er gert upp: Hjónabandið, sambandið, vináttan, kynlífið, draumarnir, gleðin, sorgin, vonin og frelsið – og öll uppáhaldslögin.

    Verkið byggir á tíu þátta sjónvarpsseríu Ingmars Bergman sem sýnd var í sænska sjónvarpinu árið 1973 við svo miklar vinsældir að götur Svíþjóðar tæmdust. Síðar voru þættirnir sýndir um allan heim. Leiksviðsútfærslan var frumsýnd í leikstjórn höfundar árið 1981 í München og hefur síðan verið sýnd í fjölda leikhúsa um allan heim.

    Úr gagnrýni

    „Ég öfunda þá sem eiga eftir að sjá þessa sýningu. Hún er snilld.“
    SA. tmm.is

    „Leiklist nær tæpast hærri hæðum!“
    JSJ. Kvennablaðið

    „Sjáið endilega þessa sýningu – hún er verulega góð!“
    DK. hugras.is

    „Unnur Ösp og Björn Thors eru afburðagóðir leikarar“
    DK. hugras.is

    „Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir eru ekki bara hjón, þau eru einhverjir albestu leikarar sem við eigum nú um stundir.“
    SA. tmm.is

    „Þetta er fallega unnin sýning, af skynsemi, húmor og alúð,“
    MK. Víðsjá

    „Of gott til að vera satt“
    HA. Kastljós

    „Þau (Unnur & Björn) standa á hátindi síns ferils“
    HA. Kastljós

    „Ein af þessum stundum í leikhúsinu þar sem allt tekst“
    HA. Kastljós

    „Ég vil hvetja fólk sem er í nýjum ástarsamböndum, sem er búið að vera lengi í ástarsamböndum, sem eru í hjónaböndum, sem eru að hugsa um að skilja eða þau sem ætla aldrei að skilja að fara og sjá þessa sýningu“
    HA. Kastljós



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!