desember | 2021 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from desember, 2021

    Skugga Sveinn

    des 16, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Jón Gnarr fer með hlutverk Skugga Sveins

    Skugga Sveinn, hér í nýrri og ferskri útgáfu, er bráðskemmtilegt verk um einn þekktasta útlaga Íslands og baráttu hans við laganna verði.

    Lárensíus sýslumaður á þann draum heitastan að klófesta útilegumanninn Skugga Svein og lið hans enda Skugga Sveinn stórglæpamaður, þjófur og morðingi. En heldur vandast málið þegar dóttir Lárensíusar verður ástfangin af einum útilegumannanna og gerir hvað hún getur til að frelsa hann frá fangelsun og dauða. Hefst þá spennandi atburðarrás og barátta á milli ástar og haturs, réttlætis og ranglætis.

    Skugga Sveinn eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson var eitt þekktasta og vinsælasta leikverk á Íslandi um áratuga skeið og litríkar persónur þess, Grasa Gudda, Gvendur smali og Ketill skrækur hafa lifað með þjóðinni og tekið sér bólfestu í hjarta hennar.

    Leikstjóri: Marta Nordal
    Leikgerð: Marta Nordal og leikhópurinn
    Leikmynd: Kristján Garðarsson
    Búningar: Björg Marta Gunnarsdóttir
    Tónsmíði og tónlistarútsetningar: Sævar Helgi Jóhannsson
    Söngtextar: Vilhjálmur B Bragason
    Ljósahönnuður: Ólafur Ágúst Stefánsson
    Sýningarstjóri: Þórunn Geirsdóttir
    Hljóðhönnuður: Gunnar Sigurbjörnsson
    Leikarar: Jón Gnarr, Björgvin Franz Gíslason, Sunna Borg, María Pálsdóttir, Árni Beinteinn Árnason, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Vala Fannell og Vilhjálmur B Bragason
    Sviðsstjóri: Jasmína Woyjtola
    Aðstoð við smíði leikmyndar: Einar Rúnarsson

    Nýtt íslenskt hlaðvarpsleikrit

    des 8, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Eyrún Ósk Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Hildur Kristín Thorstensen eru hluti af leikhópnum Kvistur.

    Listahópurinn kvistur kynnir nýtt íslenskt hlaðvarpsleikrit, Rauð silkinærföt eftir Eygló Jónsdóttir, verkið fjallar um hjón og vin þeirra sem eru á leiðinni að skoða eldgos þegar gerir allt í einu ofsaveður og ýmislegt óvænt um samband þeirra kemur í ljós. Leikarar eru Eyrún Ósk Jónsdóttir, Gunnar Jónsson, Hildur Kristín Thorstensen, Kristján Hans Óskarson og Óskar Harðarson. Hljóðvinnsla og klipping voru í höndum Óskars Harðarsonar. Þetta er þriðja hlaðvarpsleikritið sem hópurinn sendir frá sér, en allar æfingar fóru fram í gegnum fjarfundabúnað.

    Eldgos kemur við sögu í nýju hlaðvarpsleikriti

    Leikhúsmál – nýtt hlaðvarp

    des 5, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Kómedíuleikhúsið hefur hleypt af stokkunum nýju hlaðvarpi um leiklist

    Hlaðvarp Kómedíuleikhússins, Leikhúsmál, er komið í loftið. Hlaðvarp þar sem fjallað verður um leiklistina á breiðum grunni. Um er að ræða vikulega þætti sem fara í loftið á fimmtudegi hverrar viku. Umsjónarmaður Leikhúsmála er Elfar Logi Hannesson og upptakari er Marsibil G. Kristjánsdóttir. Leikhúsmál eru tekin upp í nýstandsettu hljóðveri Kómedíuleikhússins sem er til húsa í Leiklistarmiðstöð Kómedíunnar á Þingeyri.

    Táknmynd hlaðvarpsins Leikhúsmál sem finna má á öllum helstu hlaðvarpsveitum

    Kómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, hefur komið sér upp hljóðveri. Hið ný opnaða hljóðver er til húsa í Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins á Þingeyri. Er hið kómíska hljóðver öllum nauðsynlegum tækjum búið til upptöku á töluðu máli. Það var byggðaverkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar sem styrkti uppsetningu hljóðversins.

    Kómedíuleikhúsið hefur í gegnum árin gefið út fjölda hljóðbóka sem eru allar aðgenilegar á streymisveitunni Storytel. Alls eru hljóðbækurnar nú orðnar 23 talsins. Kómedíuleikhúsið hefur ávallt þurft að fara af bæ til að taka upp þessar hljóðbækur og hefur því vitanlega fylgt gífurlega mikill aukakostnaður. Það er því alveg ljóst að hljóðver Kómedíuleikhússins er einstaklega kærkomið og næsta víst að áframhald verður á hljóðbókaútgáfu Kómedíuleikhússins fyrir Storytel og það frá Þingeyri.

    Í fyrsta þætti Leikhúsmála er hlaðvarpið kynnt og fjallað um fyrsta leiklistartímaritið sem hét einmitt, Leikhúsmál.

    Emil í Kattholti

    des 3, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Emil og Ída eru mætt í Borgarleikhúsið!

    Hver kannast ekki við Emil í Kattholti, uppátækjasama og hjartahlýja drenginn sem er hugarsmíð barnabókahöfundarins ástsæla Astrid Lindgren? Síðan Emil kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1963, hefur hann átt vísan stað í hjörtum barna jafnt sem fullorðinna um heim allan og er nafn hans samofið hugmyndum um lífsgleði og prakkaraskap. Hér kynnumst við ekki bara Emil og Ídu, litlu systur hans, heldur einnig misþolinmóðum foreldrum þeirra Ölmu og Anton, hinni seinheppnu Línu vinnukonu, sögukonunni Týtuberja Mæju, vafasömu Ráðskunni á fátækrahælinu og síðast en ekki síst stórvini Emils, Alfreð vinnumanni.

    Hér mun ekki skorta fjörið þegar leikstjórinn Þórunn Arna Kristjánsdóttir leiðir glæsilegan hóp leikara og tónlistarmanna inn í Smálöndin sænsku. Kattholt er heill heimur ævintýra og nú lifnar hann sem aldrei fyrr í söngvum og gleði á stóra sviði Borgarleikhússins.

    vegna gríðarlegrar eftirspurnar og sölu hefur verið bætt við aukasýningum á valda sýningardaga.

    loading

    Takk fyrir að skrá þig!