september | 2020 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from september, 2020

    Ekkert er sorglegra en manneskjan

    sep 4, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Hamingjan, og fálmkennd leit manneskjunnar að henni, er viðfangsefni þessarar nýju íslensku óperu eftir tónskáldið Friðrik Margrétar-Guðmundsson, í leikstjórn Adolfs Smára Unnarssonar.

    Ný kynslóð sviðslistafólks brýst fram á sjónarsviðið með gáskafullum leik að bæði efni og formi. Fjórar fígúrur ráfa um sviðið, þær leita að merkingu og velta því fyrir sér hvað færir þeim ánægju. Fátt virðist þó um svör, enda er ekkert sorglegra en manneskjan. Fígúrurnar beita öllum tiltækum ráðum en ekkert virðist virka. Þær eru eftir allt saman bara manneskjur – og ekkert er sorglegra en manneskjan. Lífið: Harmrænt en hryllilega fyndið ferðalag, ein stór vonbrigði. Þá þarf að meta stöðuna, koma með skapandi lausnir, straumlínulagaðar aðgerðaráætlanir. Og ef ekkert virkar? Koma sér bara þægilega fyrir, anda djúpt niður í þindina, fylla lungun af lofti og anda svo út með hvínandi hljóði – endurtaka þangað til að árangur næst. Þetta reddast allt saman á endanum. Það hlýtur að vera.

    Aðstandendur:
    Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guðmundsson
    Leikstjórn og texti: Adolf Smári Unnarsson
    Flytjendur: Dagur Þorgrímsson, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, María Sól Ingólfsdóttir, Ólafur Freyr Birkisson
    Leikmynda- og búningahönnuður: Bryndís Ósk. Þ. Ingvarsdóttir
    Dramatúrg: Matthías Tryggvi Haraldsson
    Ljósahönnuður: Hafliði Emil Barðason
    Myndbandshönnuður: Elmar Þórarinsson
    Tónlistarstjórn: Pétur Björnsson
    Aðstoð við sýningu: Magnús Thorlacius
    Grafísk hönnun: Gréta Þorkelsdóttir
    Ljósmyndir: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

    Hljómsveit:
    Baldvin Ingvar Tryggvason, klarinett
    Björg Brjánsdóttir, flauta
    Friðrik Margrétar-Guðmundsson, raftónlist
    Flemming Viðar Valmundsson, harmóníka
    Pétur Björnsson, fiðla
    Unnur Jónsdóttir, selló

    Styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu

    Leiklist frá ýmsum hliðum

    sep 2, 2020   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leikarinn, leikstjórinn og CVT þjálfarinn Bjartmar Þórðarson mun bjóða upp á efnismikið og spennandi námskeið hjá Söngsteypunni í Reykjavík á þessari önn og hefst námskeiðið þann 14. september nk. Námskeiðið er ætlað 20 ára og eldri sem hafa brennandi áhuga á leiklist, vilja auka færni sína, styrkja sjálfstraust og kynnast mismunandi nálgunum í leiklistarsköpun. Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa reynslu af leiklist sem og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref.

    Um námið
    Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur fái fjölbreytta innsýn og þjálfun í sköpunarferli leikarans og kynnist betur styrkleikum sínum sem og veikleikum. Unnið er í litlum hóp þar sem andrúmsloft einkennist af trausti og hreinskilni. Þetta krefjandi námskeið gerir leikaranum kleift að nýta sér kunnáttu sína og leikni strax að því loknu.

    • Þjálfun í líkamsbeitingu og leiktækni.
    • Complete Vocal raddtæknin kynnt og farið yfir hvernig hún getur gagnast leikurum sem og söngvurum.
    • Þjálfun í persónusköpun og textagreiningu.
    • Áhrifaríkar aðferðir í senuvinnu kynntar.
    • Farið verður í grunnatriði spuna.
    • Aðferðir devised-(samsköpunar)leikhússins skoðaðar.
    • Farið verður yfir muninn á mismunandi stílum, leikhúsi, kvikmyndum, söngleikjum.
    • Rýnt í uppsetningarferli leiksýninga frá ýmsum hliðum.

    NÁNARI UPPLÝSINGAR OG VERÐ
    Upphaf náms:

    1. september 2020

    Dagsetningar:
    Kennt annan hvern mánudag og fimmtudag (í sömu viku) í 4 tíma í senn frá
    kl.18:00 – 22:00, samtals 48 kennslustundir.
    Fjöldi Þátttakenda:
    8 – 10 í hverjum hóp

    Kennari námskeiðsins, Bjartmar Þórðarson, er útskrifaður leikari frá The Webber Douglas Academy of Dramatic Art, leikstjóri frá Rose Bruford College – MA Advanced Theatre Practices, CVT söngkennari frá Complete Vocal Institute og bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands.

    Verð og greiðslutilhögun
    Námið kostar 79.900 kr.
    Við bókun greiðist 15.000 kr. í staðfestingargjald sem er óendurkræft.
    Semja þarf um greiðslur á eftirstöðvum áður en námið hefst!
    Hægt að skipta í 2-3 greiðslur eftir að staðfestingargjald er greitt
    Ath. styrkveitingar hjá verkalýðs- og starfsmannafélögum.

    ALLAR ÍTARLEGRI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 699-4463 EÐA EMAIL: INFO@SONGSTEYPAN.IS

    Síður:«12
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!