Á síðasta leikári var fullt á nær allar spunasýningar Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum og stór hluti áhorfenda kom aftur og aftur enda eru engar tvær sýningar eins og engum leiðist að hlæja!
Í febrúar býður hópurinn upp á fjölbreyttar og ófyrirsjáanlegar grín-spunasýningar í Þjóðleikhúskjallaranum á hverju miðvikudagskvöldi. Hópurinn sýnir ólík spunaform og fær til sín ýmsa þjóðþekkta gesti. Í leikhópnum eru rúmlega 30 spunaleikarar sem skiptast á að sýna í hverri viku.
Dóra Jóhannsdóttir er listrænn stjórnandi Improv Ísland. Undirleikarar með spunnum söngleikjum eru Pálmi Sigurhjartarson og Karl Olgeirsson. Frekari upplýsingar um hópinn er að finna á improviceland.com
Umsagnir gesta eftir sýningar síðasta vetrar:
„Þið sem ekki hafið séð sýningu @improviceland drífið yður. Þetta er ó svo gott!“ – Helgi Seljan
„Ohmygod hvað þetta var gott stöff. Mæli innilega með #improvisland sýningunum. Ég ætla aftur.“ – Emmsjé Gauti:
„Ég fór með háaldraðan föður minn á Improv ísland í Þjóðleikhúskjallaranum og það var ugeðslega gaman. Bjóðið foreldrum ykkar á deit!“ – Berglind Festival
„Allir á @improviceland. Það fyndnasta og ferskasta sem þú sérð í dag! #staðfest“ – Auðunn Blöndal
„@improviceland breytti lífi mínu í kvöld.“ – Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur
Sígilt meistaraverk, æsispennandi harmleikur um valdabaráttu, losta og afbrýðisemi
Gísli Örn og Vesturport takast á nýjan leik á við Shakespeare, í fyrsta sinn frá því að hópurinn gladdi áhorfendur með hinni feykivinsælu sýningu á Rómeó og Júlíu í þýðingu Hallgríms Helgasonar sem frumsýnd var árið 2002. Sú sýning hefur verið leikin rúmlega 400 sinnum víðs vegar um heiminn á þremur tungumálum, og var meðal annars sett upp á West End í London.
Vesturport hefur nú fengið Hallgrím Helgason aftur til liðs við sig og leggur til atlögu við eitt tilfinningaþrungnasta verk Shakespeares. Eldheitt ástarsamband Óþellós við Desdemónu gerir hann varnarlausan gegn nístandi afbrýðisemi.
Ný uppfærsla þar sem samkeppni, metorðagirnd, slagsmál og ástir skapa kraftmikla leikhúsupplifun í anda hinna vinsælu sýninga Vesturports.
Leikritið er sett upp á 400 ára ártíð Shakespeares.
Bjarni Haukur og Siggi Sigurjóns sameina krafta sína og færa okkur þennan bráðfyndna sænska einleik um sorg og gleði, einangrun og nánd, byggðan á samnefndri metsölubók.
Hinn 59 ára gamli Ove er reglufastur nákvæmnismaður sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smámunasamur og skapillur. En að mati hans sjálfs eiga hlutirnir einfaldlega að vera eins og þeir eiga að vera. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna er eins og Ove byrji að missa tökin á öllu.
Einleikurinn Maður sem heitir Ove er byggður á samnefndri skáldsögu sem notið hefur mikilla vinsælda.
Höfundur: Fredrik Backman Leikgerð: Marie Persson Hedenius, Johan Rheborg og Emma Bucht Leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarsson Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Frank Hall Þýðing: Jón Daníelsson Leikari: Sigurður Sigurjónsson
Sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.
Föstudaginn 27. janúar frumsýnir Leikfélag Hveragerðis leikritið Naktir í náttúrinni sem byggt er á kvikmyndinni „ The full monty.“ Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hefur samið leikgerðina og staðfært hana að Hveragerði og nágrenni. Geta má þess að Leikfélag Hveragerðis er 70 ára á þessu ári og hafa verið settar upp sýningar öll árin, ein eða fleiri. Meðal annara fléttast inn í þetta Eden og Tívolíið sáluga, Kjörís, Heilsustofnun, Hótel Örk svo eitthvað sé nefnt, einnig kjararáð og búvörusamningar og fleira. Leikritið segir frá nokkrum garðyrkjumönnum og fleirum sem ákveða að auka tekjurnar með því að koma fram og sýna dans í þeim anda, sem myndin sem fylgir fréttinni sýnir. Sérstaklega bera þeir hag félaga síns fyrir brjósti þar sem hann er atvinnulaus og á það á hættu að missa samband við son sinn borgi hann ekki meðlagið. Leikarar eru 18 talsins og þar á meðal all nokkrir sem ekki hafa leikið með Leikfélagi Hveragerðis áður.
Föstudagurinn 27.janúar Frumsýning
2.sýning laugardaginn 28.janúar Uppselt
3.sýning sunnudaginn 29.janúar
Allar sýningar byrja kl: 20:00
Miðaverð er kr. 3,000- . Fyrir hópa 10 eða fleiri kr.2,500-
Fylgjast má með á facebookarsíðu Leikfélagsins.
Miðapöntunarsími 863-8522.
Sýnt er í Leikhúsinu Austurmörk 23.
Salka Valka er ein þekktasta saga Halldórs Laxness og sú sem ruddi braut hans til alþjóðlegra vinsælda. Hún er hetjusaga ungrar stúlku sem brýst úr fátækt og fáfræði og nær að verða mikils metinn þjóðfélagsþegn af eigin rammleik með seiglu og einbeittum vilja.
Sagan gerist á Óseyri við Axlarfjörð en þangað flytja mæðgurnar Sigurlína og Salka. Salka litla er stolt og sterk en Sigurlína móðir hennar treystir alfarið á himnaföðurinn og Hjálpræðisherinn. Örlög fólksins á Óseyri eru að mestu á valdi kaupmannsins Jóhanns Bogesen en átakatímar fara í hönd og nýir vindar blása um þjóðfélagið. Áhrifavaldar í lífi mæðgnanna eru aðallega hinn ungi og mælski Arnaldur ásamt Steinþóri sem er alger andstæða hans; uppfullur af frumkrafti sem bæði skelfir og heillar.
Uppfærsla Yönu Ross varpar nýju og óvæntu ljósi á eina af þekktustu sögum Halldórs Laxness. Úr verður spennandi ferðalag á vit Sölku Völku í fortíð og nútíð. Yana Ross leikstýrði rómaðri sýningu á Mávinum á síðasta leikári og er að verða með eftirsóttari leikstjórum í Evrópu – Salka Guðmundsdóttir er eitt efnilegasta leikskáld þjóðarinnar. Þær leiða saman hesta sína í nýrri leikgerð að Sölku Völku.
Rose Bruford, sem er alþjóðlegur leiklistarháskóli í London, mun halda inntökupróf og viðtöl fyrir allar deildir í Hinu Húsinu, Reykjavík dagana 18. og 19. mars 2017.
Nánari upplýsingar og skráning með tölvupósti á: international@bruford.ac.uk og í síma: +44(0)20 8308 2638
Námið hefst í október 2017.
Rose Bruford hefur verið valinn besti leiklistarháskóli Bretlands í skoðanakönnun nemenda nokkur ár í röð.
www.bruford.ac.uk
Þú fullkomnar mig.
Ég finn að ég er annar en ég var.
Þú ert við spurnum mínum lokasvar.
Þú lyftir mér upp, lýsir mér leið.
Höf. Stefán Hilmarsson
A Guide to the Perfect Human er verk um hina fullkomnu manneskju.
Hver er hin fullkomna manneskja? Hvað þarf til þess að verða hin fullkomna manneskja?
A Guide to the Perfect Human er annað samstarfsverkefni Gígju Jónsdóttur, Guðrúnu Selmu Sigurjónsdóttur, Loja Höskuldssonar og Eleni Podara. Í ágúst 2015 frumsýndu þau verkið The Drop Dead Diet í samstarfi við Reykjavík Dance Festival og Tjarnarbíó.
Höfundar: Gígja Jónsdóttir og Guðrún Selma Sigurjónsdóttir
Flytjendur: Gígja Jónsdóttir, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Loji Höskuldsson og fleiri
Tónlist: Loji Höskuldsson
Leikmynd og búningar: Eleni Podara
Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og unnið í samstarfi við Tjarnarbíó og Dansverkstæðið í Reykjavík.
Nýr og kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur, drauma, sorgir og sigra. Unnið í samstarfi við Baltasar Kormák með tónlist úr smiðju Memfismafíunnar.
Heillandi saga um lítríkar persónur, vináttu, ástir, vonir og þrár sem gerist á miklum umbrotatímum í íslensku samfélagi.
Fjörug og skemmtileg ný tónlist frá Memfismafíunni!
Þjóðleikhúsið í samstarfi við Baltasar Kormák
Byggt á skáldsögu Einars Kárasonar.
Handrit: Atli Rafn Sigurðarson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir og leikhópurinn
Söngtextar: Bragi Valdimar Skúlason og fleiri
Tónlist: Memfismafían – Guðmundur Kristinn Jónsson, Þorsteinn Einarsson, Sigurður Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason Leikstjórn: Atli Rafn Sigurðarson
Tónlistarstjórn: Guðmundur Óskar Guðmundsson
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Sviðshreyfingar: Margrét Bjarnadóttir
Dramatúrg: Melkorka Tekla Ólafsdóttir
Leikarar: Þórir Sæmundsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Eggert Þorleifsson, Arnmundur Ernst Backman, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Hallgrímur Ólafsson, Baltasar Breki Samper, Snæfríður Ingvarsdóttir, Gunnar Þór Jónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Sigurður Þór Óskarsson Hljómsveit: Guðmundur Óskar Guðmundsson, Örn Eldjárn, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Aron Steinn Ásbjarnarson
Sýnt á Stóra sviðinu.
Suss!
,, … það var ekki það að pabbi lamdi mömmu…heldur það að mamma fór aldrei frá honum… hún fór aldrei!”
SUSS! er nýtt leikverk eftir leikhópinn RaTaTam byggt á reynslusögum, þolenda, geranda og aðstandenda, um heimilisofbeldi.
,, … og svo þegar hann loksins kýldi mig þá losnaði spennan og ég fékk pásu…þá var allt eins og hjá fullkomnu fjölskyldunni…”
,,…ég var laminn kærasti og nú er ég bara miðaldra niðurbrotin pabbi….afþví að það er það sem ég er… karlmaður sem getur ekki varið sig…”
,, … já ég veit ekki, bara fullar konur minna mig bara á mömmu… ég er góður maður, ég bara ræð ekki við mig…”
,,…hvað gera þeir þegar kona lætur ekki undan stjórn? Það eru sterkar konur sem verða fyrir þeim… ég er sterk kona…”
,,…mér fannst þetta kannski ekki vera ofbeldi af því að ég er karlmaðurinn, ég gæti alveg ráðið við hana…”
,, … öll húsgögnin þurftu að vera í stíl og þessvegna var barnið okkar í útbúnum pappakassa, fyrstu þrjá mánuðina, þar til að við fundum barnarúm í stíl…”
,,…hún sagði, ef þú skilur við mig þá skal ég sjá til þess að þú fáir aldrei að hitta barnið þitt aftur…”
,,… að ljúga og loka á þetta og leika eitthvað hlutverk, alltaf að vera kát út á við og sýna endalaust hvað ég er glöð en svo þegar ég kem heim og loka útidyrahurðinni, þá líður mér hræðilega…!
Leikhópurinn RaTaTam:
Leikstjórn: Charlotte Bøving
Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Tónlist: Helgi Svavar Helgason.
Leikarar: Halldóra Rut Baldursdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Guðrún Bjarnadóttir
Ljósahönnun og tæknikeyrsla : Arnar Ingvarsson og Kristinn Ágústsson
Listræn aðstoð: Heiðríkur á Heygum
<a href=“https://checkout.midi.is/Sale/TicketSelection/?s=%2fImKipYAViwYfNNrMVaOeKW0YLKpB%2bPM0%2fwBVLMX2J9wcwbyV2EZ8CNo0BStYgEz%2fRS%2fk5SVWsW%2f4wc7GaTmpguYAYqvTuGOWp6nGb1qJeM%3d“ target=“blank“><img
src=“/images/kaupamida.png“ alt=““ /></a>
Við það að verða 13 ára breyttist allt. Við urðum unglingar, við fengum vandamál, við urðum elskaðar og svo urðum við elskaðar aftur af einhverjum öðrum. Við fengum að vita hluti um hluti sem þú munt aldrei fá að vita, af því við erum unglingsstelpur og það er ekki eitthvað sem hver sem er getur sagt. Af því það eru bara við sem getum verið unglingsstelpur og bara við sem vitum hvað það þýðir.
Hvað þýðir feminísk samstaða fyrir hóp af unglingsstelpum í dag? Ásrún leitar svara ásamt stórum hópi unglingsstelpna. Hvað þýðir það fyrir þessar stelpur að hafa eina sameinaða rödd? Hvað eiga þær að segja? Hvaða merkingu hefur það fyrir þær að standa saman? Hvernig eiga þær að standa? Hvað þýðir það fyrir þær að vera saman, að standa upp fyrir hvorri annarri, að vera ein fyrir alla – allar fyrir eina. Þær munu dansa í gegnum þessar spurningar og fleiri spurningar og þannig reyna að svara einhverjum þeirra.
Danshöfundur: Ásrún Magnúsdóttir
Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts
Framleiðandi: Reykjavík Dance Festival.
Flytjendur og meðhöfundar : Alexandra Sól Anderson, Ásta Indía Valdimarsdóttir, Dagný Björk Harðadóttir, Erla Sverrisdóttir, Gunnhildur Snorradóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hrefna Hreinsdóttir, Katla Sigurðardóttir, Lísbet Sveinsdóttir, Marta Ákadóttir, Nadja Oliversdóttir, Ólína Ákadóttir, Jóhanna Friðrika Weisshappel, Rakel Pavasri Kjerúlf, Salóme Júlíusdóttir, Tindra Gná Birgisdóttir, Una Barkadóttir, Unnur Hlíf Rúnarsdóttir, Valgerður Birna Jónsdóttir.
Ljósmynd: Steve Lorenz