Back to Top
október | 2016 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from október, 2016

    Lokasýning á Ove

    okt 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    madurinnsemheitirove-stor

    Lokasýning þann 30. nóvember kl. 19:30. Bjarni Haukur og Siggi Sigurjóns sameina krafta sína og færa okkur þennan bráðfyndna sænska einleik um sorg og gleði, einangrun og nánd, byggðan á samnefndri metsölubók.

    Hinn 59 ára gamli Ove er reglufastur nákvæmnismaður sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smámunasamur og skapillur. En að mati hans sjálfs eiga hlutirnir einfaldlega að vera eins og þeir eiga að vera. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna er eins og Ove byrji að missa tökin á öllu.

    Einleikurinn Maður sem heitir Ove er byggður á samnefndri skáldsögu sem notið hefur mikilla vinsælda.

    Höfundur: Fredrik Backman Leikgerð: Marie Persson Hedenius, Johan Rheborg og Emma Bucht Leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarsson Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Frank Hall Þýðing: Jón Daníelsson Leikari: Sigurður Sigurjónsson

    Sýnt í Kassanum.

    Lokasýning

    okt 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    egvilfrekaragoya

    ,,Eina sem ég get gert er að velja: kveljast, eða hætta þessu og taka í hendina á einhverjum gaur í Mikka Mús búning í Disneylandi og trúa honum og treysta fyrir sorgum mínum og sigrum meðan hann svitnar í múnderingunni.

    Maður á barmi sálræns hengiflugs vegna fjölskylduaðstæðna, efnahags- og tilvistalegrar krísu, ræðst á tilgangsleysi lífsins. Líf sem einkennist af efnishyggju samtímans. Hann skipuleggur æðisgenginn flótta frá skilyrtu samfélagi ásamt tveimur ungum sonum sínum. Hann ætlar að taka út ævisparnaðinn. Hann ætlar að brjótast inná Pradó listasafnið í Madríd og eyða einni nótt með listaverkum Goya. Synir hans vilja frekar fara í Disneyland, París.

    Verkið dregur upp sterka mynd af manni sem öskrar á óréttlæti kerfisins. Örvæntingarfullt öskur runnið undan áhrifum efnhagskreppunnar og er verkið grimm gagnrýni á andvaraleysi nútímans. Einhversstaðar hlýtur að leynast boðskapur, siðferðislega sómasamlegur boðskapur, vel falinn, djúpt í hringiðu reiði sem vill brjótast út og segja okkur sögu. Sögu af aftengdum, miðaldra einstaklingi sem situr fastur í þjóðfélagi sem er andlega og efnislega gjaldfallið.

    AÐSTANDENDUR

    Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
    Leikari: Stefán Hallur Stefánsson
    Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson
    Þýðing: Stefán Hallur Stefánsson/Una Þorleifsdóttir
    Framleiðendur: STuna/Brekidreki slf.
    Meðframleiðendur: Þjóðleikhúsið/Act Alone

    Þakkir : Eva Signý Berger, Magnús Þór Þorbergsson, Ari Matthíasson, Elfar Logi, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Jói Kontrol, Guðmundur Erlingsson, fjölskyldur og vinir

    HÖFUNDURINN

    Rodrigo Garcia er argentínskur rithöfundur og leikstjóri fæddur 1964.  Hann hefur búið og starfað í Madrid síðan 1986.  Frá 1989 hefur hann starfrækt sinn eigin leikhóp, La Carniceria Teatro / Slátraraleikhúsið og notað hann sem vettvang fyrir tilraunakenndar leiksýningar og uppfærslu sínar i Frakklandi og á Spáni. Eftir hann liggur fjöldi verka þ.m.t. La historia de Ronald el payaso de McDonalds (The history of Ronald the McDonald’s clown, 2002); Compré una pala en IKEA para cavar mi tumba (I bought a spade at Ikea’s to dig my grave, 2003); Cruda. Vuelta y vuelta. Al punto. Chamuscada (Very Rare, Rare, Medium, Burned, 2007); Versus (2009) og Muerte y reencarnacion en un cowboy (Death and reincarnation as a cowboy, 2009). Ég kysi frekar að Goya héldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti var frumsýnt í Berliner Schaubühne árið 2011 og í Gate Theater í London árið 2014.

    STEFÁN HALLUR STEFÁNSSON

    Stefán Hallur útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006.  Hann hefur starfað með Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Vesturporti, Vér Morðingjum, Aldrei óstelandi, Sokkabandinu, ART í Bandaríkjunum og CDN Orleans í Frakklandi.  Hjá Þjóðleikhúsinu hefur hann m.a. leikið í Um Það Bil, Karitas, Sjálfstæðu fólki, Fjalla-Eyvindi, Eldrauninni, Hreinsun, Heimsljósi, Lé konungi, Heddu Gabler, Íslandsklukkunni, Gerplu, Brennuvörgunum, Sumarljósi, Bakkynjum, Legi, Óhappi, Baðstofunni, Þeim ljóta, Macbeth og Sædýrasafninu. Stefán Hallur lék í Ofsa, Lúkasi og Sjöundá á vegum Aldrei óstelandi í Þjóðleikhúsinu, í Bastörðum hjá Vesturporti/LR, Stóru Börnunum og Hvörfum hjá Lab Loka, Enron hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Mojito í Tjarnarbíói, Ritskoðaranum og Hér & Nú hjá Sokkabandinu, Penetreitor og Bubba Kóngi hjá Vér Morðingjum, Afgöngum hjá Austurbæ og Woyzeck hjá Vesturporti. Stefán Hallur hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars í Pressu, Jóhannesi, Desember, Roklandi og Djúpinu.  Hann hefur tvívegis verður tilnefndur til Edduverðlauna, þrívegis til Grímunnar og er stundakennari við leiklistardeild Listaháskóla Íslands.

    UNA ÞORLEIFSDÓTTIR

    Una útskrifaðist sem leikstjóri frá Royal Holloway, University of London árið 2004 en hafði áður stundað nám í leikhúsfræðum og list við Goldsmiths College, University of London.

    Í Þjóðleikhúsinu leikstýrði Una og var meðhöfundur að  Konunni við 1000 Gráður sem hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikrit ársins, Harmsögu (sem einnig var sýnd í Kennedy Center for the Performing Arts í Washington DC) og Um Það Bil sem vakti mikla lukku í vetur.  Meðal annarra leikstjórnarverkefna Unu eru Nú er himneska sumarið komið eftir Sigtrygg Magnason, Óraland (samsköpunarverkefni m/Jóni Atla Jónassyni og útskriftarnemum LHÍ) og Bráðum hata ég þig í Nemendaleikhúsi LHÍ.   Una var tilnefnd til Grímunnar fyrir leikstjórn sína á Um Það Bil.

    Una starfar sem lektor og fagstjóri við sviðslistadeild LHÍ og er fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið.

    Sýnt í Kúlunni.

    Blái hnötturinn

    okt 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    blaihnotturinn-stor

    Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason í nýrri leikgerð eftir Berg Þór Ingólfsson. Kristjana Stefánsdóttir semur nýja tónlist við verkið, Chantelle Carey er danshöfundur og 22 börn svífa um á stóra sviðinu.

    Lengst úti í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Enginn skipar þeim fyrir verkum. Þau sofa þegar þau eru þreytt, borða þegar þau eru svöng og leika sér þegar þeim dettur í hug. Kvöld eitt birtist stjarna á himnum sem fellur til „jarðar“ með miklum látum.

    Í reyknum mótar fyrir skuggalegum verum og þá hefst hættulegt ævintýri sem leiðir börnin um dimma skóga, djúpa dali og loftin blá. Reynir þá á vináttu og ráðsnilld barnanna sem aldrei fyrr. Blái hnötturinn er mikilvægt og hugmyndaríkt ævintýri, þar sem brýnt er fyrir fólki að sýna réttlæti og mannúð og um leið er það viðvörun að hlaupa ekki eftir innantómu stuði. Síðast en ekki síst er það ábending um að varðveita æskuna í sjálfum sér og öðrum.

    Leikritið hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt árið 2001 og unnið til fjölda verðlauna. Þau Bergur Þór og Kristjana Stefánsdóttir taka Bláa hnöttinn í faðminn, semja söngtexta og tónlist og hafa fundið tuttugu og tvö hæfileikarík börn til að taka þátt í sýningunni.

    Aðstandendur Höfundur: Andri Snær Magnasson | leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson | Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir | Búningar: María Th. Ólafsdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson| Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir |Hljóð: Garðar Borgþórsson |  Danshöfundur: Chantelle Carey | Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir |Myndband: Petr Hlousek |Leikarar: Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Guðmundur Elías Knudsen, Andrea Birna Guðmundsdóttir, Andrea Lapas, Ágúst Örn Wigum, Baldvin Alan Thorarensen, Bjarni Kristbjörnsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Emilía Bergsdóttir, Erlen Ísabella Einarsdóttir, Gabríel Máni Kristjánsson, Grettir Valsson, Gríma Valsdóttir, Guðríður Jóhannsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Hjörtur Viðar Sigurðarson, Hulda Fanný Pálsdóttir, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Pétur Steinn Atlason, Rut Rebekka Hjartardóttir, Sóley Agnarsdóttir, Steinunn Lárusdóttir, Sölvi Viggósson Dýrfjörð & Vera Stefánsdóttir.

    Vera og vatnið

    okt 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    veraogvatnið stor

    Barnasýning ársins á Grímunni 2016 – sýnd aftur vegna mikilla vinsælda!

    Vera og vatnið er barnasýning eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru. Við fylgjumst með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum.

    Sýningin er sýnd í Tjarnarbíói og er ætluð börnum á aldrinum eins til fimm ára, og fjölskyldum þeirra. Sýningin er 25 mínútur að lengd. Við sýningartíma bætist leikstund þar sem börnin fá að skoða leikmyndina og hitta veruna Veru.

     

    Aukasýning á morgun!

    Bíbí og blaka er fyrsti íslenski danshópurinn sem að einblínir sérstaklega á að vinna dansverk fyrir börn. Fyrri sýningar hópsins, Skýjaborg og Fetta Bretta, hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda. Sýningin Skýjaborg hlaut m.a. Menningarverðlaun DV og samtals 5 tilnefningar til sviðslistaverðlauna Grímunnar. Sýningarnar hafa nú verið sýndar hátt í 100 sinnum í leikhúsum og leikskólum hérlendis, sem og erlendis.

    Höfundar: Bíbí & blaka hópurinn
    Dans: Tinna Grétarsdóttir
    Flutningur: Snædís Lilja Ingadóttir
    Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir
    Sviðsmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

    Örfáar sýningar eftir

    okt 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    hannesogsmari-stor

    Örfáar sýningar eru eftir af Hannesi og Smára. Verkið er eftir Halldóru Geirharðsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Jón Pál Eyjólfsson. Jón Páll leikstýrir og Brynja Björnsdóttir gerir leikmynd og búninga.

    Hannes og Smári, „annað sjálf“ okkar kraftmiklu leikkvenna Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, í hárbeittum nýjum gamanleik.

    Félagarnir landsfrægu Hannes og Smári koma hér saman í hljómsveit sinni Úlfunum og lofa „eldfjörugri kvöldstund með leiklist, ljóðum, bardagalist og frumsaminni, óútgefinni tónlist.“ Að eigin sögn munu félagarnir fara með áhorfendur í „listrænan rússíbana, segja sögur um uppruna sinn, líf og áhrifavalda – þetta eru leiftrandi sögur,  dramatískar og ágengar en um leið fyndnar.“  Í tengslum við sýninguna gefa þeir Hannes og Smári út splunkunýjan geisladisk sem ber nafnið „Kíldu mig kaldan“ og er til sölu í forsal Borgarleikhússins á 2.200 krónur. Tryggðu þér eintak, tryggðu þér miða!

    Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar.

    Aðstandendur
    Höfundur: Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Jón Páll Eyjólfsson | leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson |Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir | Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson | Tónlist: Hannes og Smári | Hljóð: Baldvin Þór Magnússon | Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir |Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kolbeinn Orfeus Eiríksson.

    Stertabenda – lokasýning

    okt 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    stertabenda-stor

    Lokasýning á Stertabendu.

    Stertabenda –u, ur kvk: busl og ærsl, fát, flækja, glundroði, ólestur, ósamlyndi, óskapnaður, ringulreið, reiðileysi, ruglingur, tvístringur, uppnám; getulaus hross farið í stertabendu
    Stertabenda var útskriftarsýning Grétu Kristínar Ómarsdóttur frá Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands síðasta vor. Verkið hlaut fádæma góðar viðtökur og færri komust að en vildu. Nú er Stertabenda sett upp í Kúlunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið og aðeins örfáar sýningar á dagskrá.

    Sýningar :
    3. nóvember.

    MIÐASALA :
    https://tix.is/is/event/3236/stertabenda/ og í síma 551-1200

    Stertabenda er hárbeitt og meinfyndin rannsókn á starfi leikarans og eðli sviðsetningar; og um leið óvægin atlaga að hugmyndinni um íslenska þjóðarsál.
    Erum við ennþá best í heimi?

    Fjórir stjörnuleikarar Stertabendu keppast við að koma út á toppnum, sigra sýninguna og vinna hylli áhorfenda með öllum ráðum og gervum – enda má allt í ást og leikhúsi.

    Ath. Sýningin er ekki við hæfi ungra barna.

    ——

    Verkið heitir Perplex á frummálinu og var frumsýnt í Schaubühne árið 2010, í leikstjórn höfundarins, Marius von Mayenburg.

    Íslensk þýðing, leikgerð og leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir

    Leikarar: Bjarni Snæbjörnsson, María Heba (Maja) Þorkelsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Þorleifur Einarsson

    Tónlist: Hljómsveitin Eva

    Yfir til þín

    okt 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    spaugstofan stór

    Grín í 30 ár!

    Þeir eru mættir aftur í Þjóðleikhúsið!

    Fyrir 30 árum mynduðu fimm kumpánar hóp sem tók að hittast reglulega og hafa í flimtingum flest milli himins og jarðar. Sumir kölluðu þá rugludalla, aðrir kölluðu þá snillinga, enn aðrir dóna, klámhunda og guðlastara. Sjálfir kölluðu þeir sig Spaugstofuna. Þetta samstarf reyndist í meira lagi vanabindandi – og enn hefur þeim ekki tekist að hætta. Nú birtast þeir á Stóra sviði Þjóðleikhússins og hafa líklega aldrei verið ruglaðri. Að minnsta kosti er þeim ennþá ekkert heilagt.

    Spaugstofan í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

    Stefán rís

    okt 20, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    stefanris-stor

    Frá þeim sem færðu ykkur Unglinginn kemur nýr eldhress gleðileikur með söngleikjaívafi fyrir alla fjölskylduna Óli Gunnar Gunnarsson og Arnór Björnsson slógu eftirminnilega í gegn með leikritið sitt Unglinginn árið 2014 og voru tilnefndir til 2 Grímu verðlauna.

    Stefán rís byggir á bókinni “Leitin að tilgangi unglingsins” eftir þá félaga og Bryndísi Björgvinsdóttur sem Forlagið gaf út um seinustu jól. Alls taka 14 leikreyndir snillingar á aldrinum 14-18 ára þátt í verkinu. Óli og Arnór leika höfunda sem hafa ákveðið að skrifa besta leikrit allra tíma. Stefán aðalsöguhetjan,sem er leikin af Gretti Valssyni, er krúttlegur, geðþekkur og aðlaðandi strákur sem er að byrja í 10 bekk og verður ástfangin í fyrsta sinn. En með ástinni koma ótrúlega erfiðir hlutir eins og að missa málið og muna ekki hvað maður heitir og að breytast í hálfvita í hvert skipti sem maður hittir gyðjuna.

    Höfundarnir vilja ólmir hjálpa og breyta atburðarrás verksins til að gera Stefán að þeim töffara sem hann þarf að verða til að ná í stelpuna. Það hefði þó kannski verið betra fyrir Stefán að eiga höfunda með aðeins meiri tilfinningagreind sem hefðu geta tekið betri ákvarðanir fyrir hann. Í lokin tekur Stefán svo eins og allar góðar hetjur málin í sínar hendur og rís upp gegn félagsþrýstingi og höfundaofríki.

    Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir
    Dansstjórn: Unnur Elísabet
    Söngstjórn: Þórunn Lárusdóttir
    Undirspil: Hallur Ingólfsson

    Horft frá brúnni

    okt 20, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    horftfrabrunni-stor

    Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar, um forboðnar ástir, svik og frelsisþrána

    Horft frá brúnni er eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar. Áhrifamikil saga um örlög alþýðufólks í hafnarhverfi í New York, verk um forboðnar ástir, svik og leitina að frelsi í landi tækifæranna.

    Hafnarverkamaðurinn Eddie Carbone og Beatrice eiginkona hans hafa gengið Katrínu, systurdóttur Beatrice, í foreldrastað. Fjölskyldan skýtur skjólshúsi yfir tvo unga menn frá Sikiley, ólöglega innflytjendur, og Katrín verður fljótt ástfangin af yngri manninum. Eddie hefur ávallt lagt sig fram um að vernda fósturdóttur sína og tekur þá afdrifaríku ákvörðun að skilja elskendurna ungu að.

    Leikstjóri sýningarinnar, Stefan Metz, hefur starfað í virtum leikhúsum víða um Evrópu en nýverið setti hann upp rómaða sýningu á Eldrauninni eftir Arthur Miller hér í Þjóðleikhúsinu.

    Aukasýningar á „Stertabenda“

    okt 20, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    stertabenda-stor

    Bætt hefur verið við aukasýningum á Stertabendu.

    Stertabenda –u, ur kvk: busl og ærsl, fát, flækja, glundroði, ólestur, ósamlyndi, óskapnaður, ringulreið, reiðileysi, ruglingur, tvístringur, uppnám; getulaus hross farið í stertabendu
    Stertabenda var útskriftarsýning Grétu Kristínar Ómarsdóttur frá Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands síðasta vor. Verkið hlaut fádæma góðar viðtökur og færri komust að en vildu. Nú er Stertabenda sett upp í Kúlunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið og aðeins örfáar sýningar á dagskrá.

    Aukasýning þann 22. okt kl. 21:30

    MIÐASALA :
    https://tix.is/is/event/3236/stertabenda/ og í síma 551-1200

    Stertabenda er hárbeitt og meinfyndin rannsókn á starfi leikarans og eðli sviðsetningar; og um leið óvægin atlaga að hugmyndinni um íslenska þjóðarsál.
    Erum við ennþá best í heimi?

    Fjórir stjörnuleikarar Stertabendu keppast við að koma út á toppnum, sigra sýninguna og vinna hylli áhorfenda með öllum ráðum og gervum – enda má allt í ást og leikhúsi.

    Ath. Sýningin er ekki við hæfi ungra barna.

    ——

    Verkið heitir Perplex á frummálinu og var frumsýnt í Schaubühne árið 2010, í leikstjórn höfundarins, Marius von Mayenburg.

    Íslensk þýðing, leikgerð og leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir

    Leikarar: Bjarni Snæbjörnsson, María Heba (Maja) Þorkelsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Þorleifur Einarsson

    Tónlist: Hljómsveitin Eva

    Síður:12»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!