febrúar | 2015 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from febrúar, 2015

    Landsþekktir grínarar leika í Fjalla-Eyvindi

    feb 2, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    thjodÍ dag hófust æfingar á leikritinu Fjalla-Eyvindi, eftir Jóhann Sigurjónsson, í Þjóðleikhúsinu, en frumsýning er áætluð í lok mars.

    Fjalla-Eyvindur er talsvert dramatískt verk – en þjóðþekktir gamanleikarar hafa verið ráðnir til hússins til þess að fara með hlutverk í verkinu.

    Steinn Ármann Magnússon mun fara með hlutverk Björns hreppstjóra, en hann er mikil örlagavaldur í lífi elskendanna Fjalla-Eyvindar og Höllu. Steinn Ármann á að baki fjölda verkefna í kvikmyndum og á sviði en hann sló eftirminnilega í gegn verðlaunamyndinni Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson. Steinn Ármann var einn af Radíusbræðrum og er löngu landsþekktur fyrir gamanleik og uppistand.

    Fleiri gamanleikarar hófu æfingar í morgun en leikarinn góðkunni Sigurður Sigurjónsson fer með hlutverk Arnesar, kaupamanns og flækings sem fylgir stundum þeim Eyvindi og Höllu á fjöllum. Sigurður hefur leikið fjölmörg veigamikil en ólík hlutverk á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndum allt frá því hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslandsárið 1976. Sigurður er einnig þekktur sem leikstjóri og er einn af ástsælli gamanleikurum þjóðarinnar og einn af meðlimum Spaugstofunnar, rétt eins og Pálmi Gestsson sem fer með hlutverk Jóns bónda í verkinu.

    Halaleikhópurinn frumsýnir Tíu litla strandaglópa

    feb 2, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    10litlir2Halaleikhópurinn setur á svið morðsögu eftir drottningu glæpasagnanna, Agöthu Christie, Tíu litlir strandaglópar (And then there were none), í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Frumsýning er föstudaginn 30. janúar kl. 20.00.

    Halaleikhópurinn var stofnaður 27. september 1992 með það að markmiði að „iðka leiklist fyrir alla“ og hefur starfað óslitið síðan. Í þessum hóp er fötlun hvorki hindrun né skilyrði heldur tækifæri. Þetta er blandaður leikhópur þar sem hver og einn kemur inn á sínum eigin forsendum.

    Leikverkið byggði Agatha á eigin metsölubók sem seld hefur verið í yfir 100 milljónum eintaka. „Tíu litlir strandaglópar“ eða morð á morð ofan segir söguna af 10 einstaklingum sem er boðið af dularfullum hjónum í helgarferð á klettaeyju. Gestirnir eru ekki fyrr búnir að koma sér fyrir þegar einn þeirrra deyr grunsamlega. Öll eru þau strand og komast ekkert. Gestgjafinn, sem sést hvergi, ásakar hvert og eitt þeirra í hljóðupptöku, um að hafa sloppið undan réttvísinni vegna morðs sem þau eiga að hafa framið. Strandglóparnir byrja að opna sig fyrir hvort öðru…. þar til þau taka að týna lífinu hvert á fætur öðru. Hver deyr næst? Hver er morðinginn? Agatha Christie og Halaleikhópurinn munu halda spennu áhorfenda fram á seinustu stundu.

    10litlir2Strandaglópar fóru í boð og þá voru þeir tíu. Einn þeirra stóð á öndinni, og þá voru eftir níu.

    Níu litlir strandaglópar fóru seint að hátta. Einn þeirra svaf yfir sig, og þá voru eftir átta.

    Átta litlir strandaglópar vöknuðu klukkan tvö. Einn þeirra varð eftir og þá voru eftir sjö.

    Sjö litlir strandaglópar sátu og átu kex. Exi féll á einn þeirra og þá voru eftir sex.

    Miðaverð er 2500 kr. Ef keypt er heil sýning kostar hún 75.000 kr.

    Næstu sýningar verða:
    Frumsýning. föstudaginn 30. jan. kl. 20.00 – uppselt
    Sunnudaginn 1. feb. kl. 17.00
    Föstudaginn 6. feb. Kl. 20.00
    Sunnudaginn 8. feb kl. 17.00
    Laugardaginn 14. feb. kl. 20.00

    Miðapantanir eru í síma 897-5007 og á midi@halaleikhopurinn.is
    Áframhaldandi sýningarplan má finna á vefnum www.halaleikhopurinn.is Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um sýninguna.

    Arty Hour #10

    feb 2, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    artyhour10Á síðasta ári voru reglulega haldnir viðburðir í Tjarnarbíó undir nafninu Arty Hour, en þar komu fram þeir listamenn sem voru með vinnustofu eða með verk í vinnslu í Tjarnarbíó. Á morgun verður þeirri hefð haldið áfram.

    Arty Hour er haldinn á Tjarnarbarnum, aðgangur er ókeypis og að venju eru ljúffengar veitingar í boði á barnum.

    Mælendur verða:

    Bjartmar Þórðarson og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, sem sýna verkið Skepnu um þessar mundir.

    Tryggvi Gunnarsson og Hilmir Jensson í leikhópnum Sóma þjóðar munu fjalla um síðasta verk þeirra, MP5, sem og nýtt stykki.

    Ragnar Ísleifur Bragason í Kriðpleir með verkið Síðbúin rannsókn.

    – Meðlimir Möguleikhússins, en þau setja upp verkið Eldbarnið þessa dagana.

    Strindberg – stundin okkar

    feb 2, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    utvarpsleikhusid-strindberg-hrein

    „Strindberg – stundin okkar“ nefnist nýr þáttur Ríkisútvarpsins, helgaður „hinum dramatíska þræði lífsins“, eins og segir í kynningu.

    Umsjónarmaðurinn fær hjónin Henning Ólafsson og Ernu Sigurðardóttur til sín í skemmtilegt spjall um leikritið „Föðurinn“ eftir August Strindberg. Henning og Erna flytja brot úr textanum og velta vöngum yfir efniviði og persónum verksins, ásamt umsjónarmanni.

    Þeir sem hlusta á þáttinn gætu haldið því fram að næstum hvert einasta talað orð í þættinum megi á endanum rekja til leikverks hins sænska meistara. Ennfremur að gestir þáttarins – jafnvel umsjónarmaðurinn líka – eigi í nokkrum erfiðleikum með að greina á milli raunveruleika og blekkingar.

    Útvarpsleikhúsið lætur hlustendum eftir að dæma hér um og minnir á að „ekki er allt sem heyrist“ …

    Þetta er efni ýs útvarpsleikrits sem Útvarpsleikhúsið frumflytur sunnudaginn 1. febrúar kl. 13:00 á Rás 1.

    Höfundur og leikstjóri er Bjarni Jónsson og Einar Sigurðsson sér um hljóðvinnslu.

    Persónur og leikendur:
    Henning Ólafsson: Sveinn Ólafur Gunnarsson
    Erna Sigurðardóttir: Sólveig Guðmundsdóttir
    Umsjónarmaður þáttarins: Hjálmar Hjálmarsson

    „Málið er að útvarp hefur verið að þróast mikið á liðnum árum. Tækifærum til þess að framleiða efni frá grunni hefur fækkað á meðan það er aukin áhersla á almennt spjall. Þáttastjórnendur fá til sín skemmtilega viðmælendur og spjalla um tiltekin málefni frekar en að framleiða efni um málefnið.“ (Úr viðtali við Bjarna Jónsson í Fréttablaðinu 29. o1. 2015 í tilefni af flutningi leikritsins)

    Bjarni Jónsson er eitt okkar helsta leikskáld og hefur víða komið við í íslensku leikhúsi.

    Fyrir Útvarpsleikhúsið skrifaði hann og leikstýrði þríleiknum Besti vinur hundsins og hlaut sú uppsetning Grímuna 2008 sem útvarpsverk ársins.

    Hann hefur gert fjölda leikgerða fyrir Útvarpsleikhúsið og má þar m.a. nefna þrjú verk sem hann vann ásamt hljómsveitinni m ú m: Svefnhjólið eftir skáldsögu Gyrðis Elíassonar sem hlaut Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin 2004, Augun þín sáu mig eftir samnefndri skáldsögu Sjón sem hlaut 6. sæti í evrópsku ljósmiðlakeppninni Prix Europa 2009 og var flutt af útvarpsleikhúsi tékkneska ríkisútvarpsins í þeirra eigin uppfærslu nú í vikunni, og Hér eftir samnefndri skáldsögu Kristínar Ómarsdóttur og var tilnefnt til Grímunnar 2014. Einnig má nefna útvarpsleikgerðir eins og Dáið er alt án drauma eftir skáldsögu Halldórs Laxness, Barni náttúrunnar, (02/03), Ævinlega eftir skáldsögu Guðbergs Bergssonar (02/03) og Hinn íslenski aðall eftir skáldsögu Þórbergs Þórbergssonar sem hlaut Grímuna 2004 sem útvarpsverk ársins og Saga af þriðjudegi eftir sögu Steinars Braga (09/10).

    Af öðrum leikverkum Bjarna á íslenskum leiksviðum má nefna Kaffi (Þjóðleikhúsið 97/98), Vegurinn brennur (Þjóðleikhúsið 03/04), Óhapp! (Þjóðleikhúsið 07/08) og Falið fylgi (Leikfélag Akureyrar 08/09).

    Þá hefur Bjarni unnið að leikgerðum fyrir leiksvið eins og Hýbýli vindanna eftir skáldsögu Böðvars Guðmundssonar (Borgarleikhúsið 04/05) og Lífsins tré eftir skáldsögu Böðvars Guðmundssonar (Borgarleikhúsið 04/05).

    Bjarni hefur unnið nú síðast með leikhópnum Kriðpleir að sýningunum Lítill kall/Tiny Guy (12/13) og Síðbúin rannsókn (14/15). Bjarni er einn af listrænum stjórnendum alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar LÓKAL.

    Felix Bergsson heillaðist af Galapagos eyjum!

    feb 1, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    JOR0083

    VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

    Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
    Ég er leikari sem starfa líka sem söngvari og dagskrárgerðarmaður.
     
    Í hvaða stjörnumerki ertu?
    Steingeit.
     
    Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    Ég ætlaði alltaf að verða leikari. Hafði aldrei aðrar hugmyndir um lífsstarfið.
     
    Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
    Úff… ja ég er nú frekar glaðlyndur og sæmilega kraftmikill. Ég tek stundum aðeins of mikið að mér. Það er free-lance veikin.
     
    Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
    Mér finnst indverskur matur einstaklega góður.
     
    Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
    Konuna við 1000 gráður og naut í botn.
     
    Hvaða áhugamál áttu þér?
    Crossfit, knattspyrnu, listir almennt, ferðalög.
     
    Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
    Popp og rokk.
     
    Hvað fer mest í taugarnar á þér?
    Óheiðarleiki og sjálfhverfa.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
    Vesturbærinn í Reykjavík.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
    London og leikhúsin þar. Svo heillaðist ég algjörlega af Galapagos eyjum.
     

    HRAÐASPURNINGAR

    Flytja til London eða New York?
    London.
     
    Eiga hund eða kött?
    Kött.
     
    Borða heima heima eða úti daglega?
    Heima.
     
    Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
    Morgnana.
     
    Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
    Vín.
     
    Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
    Lesa.
     
    Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
    Andlit.
     
    Veldu: Sturtu eða bað?
    Sturtu.
     
    Veldu: RÚV eða Stöð 2?
    Rúv.
     
    Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
    Steingeit.
     
    Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
    Til hamingju með flottan vef leikhus.is. Allt sem styrkir hið góða starf sem unnið er í leikhúsum landsins er af hinu góða!
     

    Síður:«1234
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!