janúar | 2015 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from janúar, 2015

    Leiksýning á Rifi og frí gisting

    jan 6, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    marMAR er nýtt íslenskt leikverk úr smiðju Frystiklefans í Rifi. Verkið er byggt á tveim sjóslysum sem urðu við strendur Snæfellsness á síðustu öld. Fyrra slysið átti sér stað í febrúar 1962 þegar togarinn Elliði sökk út af Öndverðarnesi. Í áhöfninni voru 28 manns. 26 björguðust. Síðara slysið gerðist í júlí 1997 þegar trillan Margrét hvarf ásamt tveim mönnum. Báðir voru þeir héðan úr bæjarfélaginu okkar. Slysin eru nátengd okkar samfélagi og margir heimamenn tóku þátt í björgunaraðgerðum.

    Fyrirhugaðar voru fjórar sýningar á verkinu en vegna gríðargóðra viðtaka og mikillar eftirspurnir urðu sýningarnar 10 talsins yfir hátíðarnar. Nú er svo komið að við höfum ákveðið að halda sýningum áfram um helgar í janúar. Þar sem ekki stendur til að koma með þessa sýningu til Reykjavíkur hefur Frystiklefinn ákveðið að bjóða þeim áhorfendum sem vilja, ókeypist gistingu í húsinu. Þetta er gert til að koma til móts við ferðakostnað gesta og veita þeim í senn tækifæri til að gera sér góða helgarferð um Snæfellsnes, sem er ægifagurt á þessum árstíma.

    Texti verksins er byggður á viðtölum við aðila sem tengjast slysunum og raunverulegum upptökum frá talstöðvasamskiptum á neyðarbylgju útvarpsins. Hér er um að ræða algjörlega einstaka gerð heimildar, sem aldrei hefur verið nýtt í íslensku leikhúsi áður.

    Leikarar sýningarinnar eru þau Kári Viðarsson og Freydís Bjarnadóttir, sem segir sína eigin sögu í verkinu. Leikstjóri er Árni Grétar Jóhannson.

    Þetta nýja leikverk verður mikilvæg viðbót við sagnaarf Íslendinga. Markmið verksins er að dýpka skilning áhorfenda á þeim afleiðingum sem slík stórslys hafa í för með sér á sjó og í landi.

    Trú, von og trúðleikur – leikdagskrá

    jan 6, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Tru_von_trudleikur_250_187Leikfélag Kópavogs sýnir leikdagskrána Trú, von og trúðleik, fimmtudaginn 8. jan. kl. 20.00 í Leikhúsinu Funalind 2. Á dagskránni eru 6 leikþættir af ýmsum toga; Leikboðinn eftir Örn Alexandersson, Bæn eftir Fernando Arrabal, Man það ekki alveg… eftir Nick Zagone, Charlie og Áttu íbúfen, ég er með svo mikla trúðverki eftir Fjölni Gíslason og Á stofunni eftir Bjarna Guðmarsson.
    Miðapantanir eru í midasala@kopleik.is. Miðaverð er 1.000 kr. Sjá nánar á www.kopleik.is.

    Hundur í óskilum eru mættir suður með Öldina okkar

    jan 5, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    oldin2

    • 21. öldin á hundavaði í tali og tónum
    • Grímuverðlaunahafarnir fara á kostum sem aldrei fyrr
    • 20 ára afmæli Hunds í óskilum

    Föstudaginn 9 janúar stíga félagarnir í Hund í óskilum á Nýja svið Borgarleikhússins og sýna nýjasta verk sitt Öldina okkar. Leikritið var frumsýnt á Akureyri 30. okt. sl. og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Félagarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í hljómsveitinni Hundur í óskilum setja upp, í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar, glænýtt leik- og tónverki sem kallast Öldin okkar. Hundinum er náttúrlega ekkert íslenskt óviðkomandi; hann gefur sig í tali og tónum að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna í brjóstum leikhúsgesta.
     
    Öldin okkar er á ákveðinn hátt framhald á Sögu þjóðar sem sýnt var 80 sinnum fyrir fullu húsi á Akureyri og íBorgarleikhúsinu 2012-2013, hlaut þrjár Grímutilnefningar og hlaut eina Grímu. Saga þjóðar var sýnd á Rúv nú á nýársdag. Þar fóru þeir félagar Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson á hundavaði í gegnum Íslandssöguna en skildu þó eftir smábút frá aldamótum 2000 fram á okkar dag. Í Öldinni okkar ljúka þeir loks verkinu með því að spóla sig í tali og tónum í gegnum samtímasöguna, ris og fall fjármálakerfisins og ýmsa gjörninga sem sett hafa svip á hina viðburðaríku 21. öld á Íslandi. Frábær skemmtun með helstu tvenndarleikurum landsins!
     
    „Ég hló næstum því allan tímann. Ég hætti ekki að hlæja vegna þess að þetta var ekki fyndið lengur. Ég gat bara ekki meira var gjörsamlega búinn“. Jón Óðinn Waage – akureyri.net „Mikil brýning um blindu okkar“ Þórgnýr Dýrfjörð – Listaukinn.
     
    Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Hund í óskilum:

    – Fyrst íslenskra sveita til að troða upp í Royal Albert Hall ( þegar hún hitaði upp fyrir Stuðmenn).

    Stuðmenn, Raggi Bjarna og Bjöllukór Hörgárprestakalls hafa öll hitað upp á tónleikum sveitarinnar.

    – Fengu Grímuverðlaun fyrir tónlistina íÍslandsklukkunni 2010 og Sögu þjóðar 2012.

    – Voru með útvarpsþáttinn „Hundur í útvarpssal“ árið 2006-7 og spáðu þar fyrir um hrunið.

    – Hafa aldrei verið með í Frostrósum.

    Aðstandendur Höfundur: Hundur í óskilum | leikstjóri: Ágústa Skúladóttir |Tónlist: Hundur í óskilum | Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Jóhannesson | Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson | Leikarar: Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur G.Stephensen.
     

    Blinda konan og þjónninn & Egils saga

    jan 3, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    blindakonan1

    SUNNUDAGUR 4. JANÚAR KL. 13:00

    blindakonan2

    BLINDA KONAN OG ÞJÓNNINN
    eftir Sigurð Pálsson
    Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir
    Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

    Þjónninn er leikskáld sem er að skrifa útvarpsleikrit. Hann skapar Blindu konuna en missir smám saman tökin á sköpunarverki sínu. Hún öðlast sjálfstæðan vilja, hið skapaða tekur völdin af skaparanum, listaverkið af listamanninum.
    Utan við verk Þjónsins er stærri rammi. Þar leynist Höfundurinn sem bjó til Þjóninn og stjórnar hljóðheimi verksins, þ.e.a.s. útvarpsleikritinu sem Þjónninn er að skrifa.
    Utan við þetta er enn stærri rammi, Guð almáttugur, skapari himins og jarðar. Hvíslandi rödd stúlkubarns fléttast inn á milli hinna sköpunarverkanna. Hvíslar að okkur smábútum úr I. Mósebók, sköpunarsögunni…

    Persónur og leikendur:
    Blinda konan: Ólafía Hrönn Jónsdóttir
    Þjónninn: Valur Freyr Einarsson
    Höfundur: Sigurður Pálsson
    Stúlkubarn: Líneyk Þula Jónsdóttir
    frumflutningur

    Verkið unnið í samvinnu við Listahátíð Í Reykjavík

    blindakonan5

    SUNNUDAGUR 11., 18. & 25. JAN. KL. 13:00
    EGILS SAGA í þrem hlutum
    Útvarpsleikgerð eftir Morten Cranner
    Þýðandi leiktexta: Ingunn Ásdísardóttir
    Þýðandi bundins máls: Þórarinn Eldjárn
    Tónleist: Hildur Ingveldar- Guðnadóttir
    Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
    Leikstjórn: Erling Jóhannesson

    Hér er á ferðinni túlkun höfundar, Mortens Cranner, á þessari frægu Íslendingasögu um fornkappann Egil Skallagrímsson, flutt á nútímamáli.

    Persónur og leikendur:
    Egill: Ingvar E. Sigurðsson,
    Bera: Arndís Hrönn Egilsdóttir,
    Skallagrímur: Jóhann Sigurðarson,
    Þórólfur: Hjálmar Hjálmarsson,
    Eiríkur Blóðöx: Kristján Franklín Magnús,
    Gunnhildur drottning: Harpa Arnardóttir,
    Þórir Hersir: Erlendur Eiríksson,
    Arinbjörn: Magnús Jónsson
    Ásgerður: Margrét Vilhjálmsdóttir,
    Ölvir: Víkingur Kristjánsson,
    Rögnvaldur: Ævar Örn Benediktsson,
    Aðalsteinn konungur: Sigurður Skúlason,

    Auk þeirra: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Gunnar Hansson, Guðjón Þorsteinn Pálmason, Pétur Einarsson, Edda Arnljótsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Sigurður Eyberg, Halldóra Líney Finnsdóttir og Ásgeir Sigurðsson.
    (frá árinu 1960)

    Styrkt af Menningarsjóði útvarpsstöðva

    blindakonan4

    Síður:«123
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!