Jólaguðspjallið í margrómaðri uppfærslu trúðanna Úlfars, Bellu, Barböru
Jesús litli var valin sýning ársins og höfundar hennar leikskáld ársins á Grímunni 2010 og hlaut auk þess menningarverðlaun DV árið 2009
Sýningar á Jesú litla eru orðnar fastur liður í undirbúningi jólanna hjá mörgum Íslendingum og hann snýr aftur á Litla sviðið 27. nóvember. Þetta er í fimmta sinn sem Jesús litli er sýndur í Borgarleikhúsinu í aðraganda jólanna og ekkert lát á vinsældum hans. Sýningin var ótvíræður sigurvegari Grímunnar árið 2010, hlaut alls 7 tilnefningar og var valin sýning ársins og leikverk ársins. Gagnrýnendur hafa hlaðið sýninguna lofi og áhorfendur verið hrærðir og heillaðir. Jesús litli fór í leikferð til Spánar 2012 þar sem hún hlaut frábærar viðtökur enda mannbætandi upplifun í hæsta gæðaflokki!
Sagan Við erum stödd í Palestínu á því herrans ári núll. Rómverjar hafa sölsað undir sig Palestínu og Heródes er settur landstjóri. Þegar spyrst út að frelsari muni fæðast í landinu gefur hann út tilskipun um að myrða skuli öll sveinbörn, tveggja ára og yngri. Ljótt er það. Og trúðarnir dásamlegu spyrja. Hver fæðir eiginlega barn inn í slíkt ástan? Hver fæðir eiginlega barn inn í slíkt ástand og af hverju er þetta allt svona fyndið?
Verkið Öll vitum við að Jólaguðspjallið er einstaklega fallegt og hátíðlegt, en það er ekki síður átakanlegt. Trúðarnir láta allt flakka, umbúðalaust. Þeim er ekkert óviðkomandi, þeir velta við öllum steinum, snúa öllu á hvolf og segja allan sannleikann – og ekkert nema sannleikann. Jafnvel þótt hann sé grimmur. Eða fyndinn.
Aðstandendur Höfundar: Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson | Leikstjórn: Benedikt Erlingsson | Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson | Lýsing: Kjartan Þórisson | Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir | Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir
Leikararnir Jóhann G. Jóhannsson og Þóra Karítas Árnadóttur hafa verið valin til að taka þátt í Northern Lights verkefninu á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2015. Northern Lights verkefnið miðar að því að kynna norræna leikara fyrir alþjóðlegum leikstjórum og framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Berlín. 25 leikarar frá norðurlöndunum voru valdir í ár til að taka þátt í verkefninu en umsóknir voru 160 talsins.
Berlinale er ein fremsta kvikmyndahátíð í heimi og leggur sérstaka áherslu á þátt leikara í kvikmyndaiðnaðnum. Northern Ligths var sett á fót vegna vaxandi áhuga á norrænu sjónvarpsefni og auknum ráðningum á norrænum leikurum í alþjóðleg kvikmyndaverkefni. Á Íslandi er ekkert umboðsmannakerfi og það flækir málin þegar kemur að því að ráða íslenska leikara og það sama gildir um hin norðurlöndin en tilgangur Northern ligths verkefnisins er að brúa bilið á milli leikara, kvikmyndaframleiðenda og leikstjóra. Stefnt er á að Northern Ligths verkefnið verði árlegt og að þar fái norrænir leikarar stuðning og tækifæri til að kynnast kollegum sínum annars staðar frá.
Jóhann G. Jóhannsson vakti fyrir skemmstu mikla athygli fyrir góða frammistöðu í Hrauninu eftir Reyni Lyngdal og leikur í kvikmyndinni The Shamers Daugther eftir leikstjórann Kenneth Kainz sem kemur út árið 2015.
Þóra Karítas birtist í nýjustu sjónvarpsseríu Netflix Sense 8 í leikstjórn Wachowski systkinanna sem frumsýnd verður í byrjun árs 2015 en er þekkt fyrir leik í sjónvarpsseríunni Ástríður, Rétti og Stelpunum á Stöð 2.
Verkefnið er skipulagt af norsku leikaramiðstöðinni (Norwegian Actors Center) og TMStudio í samstarfi við Norsku leikarasamtökin (The Norwegian Actors’s Equity Association, Scandinavian Locations undir handleiðslu Norsku kvikmyndamiðstöðvarinnar (NFI) og er Félag íslenskra leikara einn af samstarfaðilum skipuleggjenda.
Nánari upplýsingar er að finna á http://www.skuespillersenter.no/northern-lights/ og á facebook síðunni: https://www.facebook.com/NorthernLightTalents
Félag íslenskra leikara
Lindargötu 6, 101 Reykjavík
Sími 5526040
fil@fil.is www.fil.is
Á Þorláksmessu verður hin hefðbundna „Jólaró Íslensku óperunnar“ haldin í anddyri Hörpu kl. 17-18. Antonía Hevesi, píanóleikari Íslensku óperunnar, fær til liðs við sig góða gesti úr íslenska söngheiminum, þar á meðal söngvara sem tekið hafa þátt í sýningum Óperunnar á liðnum misserum. Þeirra á meðal verða: Hallveig Rúnarsdóttir, Snorri Wium, Erla Björg Káradóttir og fleiri. Flutt verða lög og samsöngvar úr heimi bæði jólatónlistar og óperutónlistar.
Gert er ráð fyrir að gestir geti komið og farið meðan á söngstundinni stendur, en hún fer fram í anddyri Hörpu. Veitingastaðir og verslanir í Hörpu og miðasalan verða ennfremur opin á sama tíma. Aðgangur er ókeypis. Þorláksmessa var um árabil haldin hátíðleg í Íslensku óperunni í Gamla bíói. Verið hjartanlega velkomin í nýju húsakynnin okkar í Hörpu og hlýðið á hugljúfa tónlist á hinni erilsömu en þó skemmtilegu Þorláksmessu.
Leikfélag Hólmavíkur birtir jólaleikritið Jóladagatalið í útvarps/netútgáfu núna fyrir jólin. Stykkið var upphaflega samið og sýnt fyrir jólin 1989.
Þættirnir eru 13 og koma eins og jólasveinarnir, einn á dag á vef Leikfélagsins næstu daga.
Skráningar eru hafnar í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar vegna vorannar. Það er einvalalið kennara sem mun starfa við skólann og ásamt hinni reglubundnu kennslu munu nemendurnir kíkja á æfingar á uppsetningu Lísu í Undralandi og vera í návígi við listamennina sem að sýningunni koma. Kennarar verða : Benedikt Karl Gröndal, leikari, Brogan Davison, danshöfundur, Margrét Sverrisdóttir, leikkona, Pétur Ármannsson, leikari og Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona.
Markmið skólans er að gefa ungu fólki tækifæri til að þroska og þróa aðferðir til að beisla sköpunarkraft sinn og beina honum í listrænan farveg. Áhersla er á sviðslistir í sem víðastri merkingu.
Umsóknarfrestur til að sækja um nám á vorönn 2015 er 6. janúar. Einungis er tekið við netumsóknum. Kennsla hefst 13. janúar.
Skólinn er fyrir börn í 3. -10. grunnskóla. Skipt verður í hópa eftir reynslu og aldri og er hver hópur einu sinni í viku, í 90 mín í senn. Kennt verður á mánudögum kl. 15:30, 17:00 og 18:30. Önnin telur 12 skipti.
Í lok námskeiðanna verður kynning/sýning á þvi sem nemendur hafa verið að vinna að á önninni.
Nánari upplýsingar um kennarana, skólann og skráningar má sjá hér.
Vara vikunnar í Leikhúsbúð Bandalagsins
Kryolan Concealer Circle, hyljarar í 6 lita 40 gr. dósum, framleiddir í mörgum mismunandi samsetnngum. Hyljararnir eru mjög þekjandi og eru notaðir til að hylja bauga, bólur og önnur lýti á húð fyrir förðun. Dósin kostar kr. 5.700.-
Leikhúsbúiðn er opin alla virka daga frá 9-13 og sendir hvert á land sem er. Pantaðu í síma 5516974 eða með tölvupósti í netfangið info@leiklist.is
Hér að neðan eru þær litasamsetningar sem framleiddar eru, núna eigum við á lager númer 1, 2, 3, 4 og 6 (ekki á mynd en mjög svipað nr. 5).
Innihaldslýsing og nánari upplýsingar
Æfingar hafnar á Billy Elliot – stærsta sýning Borgarleikhússins
68 listamenn taka þátt
Þrjár nýjar stjörnur deila aðalhlutverkinu
Í vikunni hófust æfingar á stórsýningunni Billy Elliot. Sýningin er sú stærsta sem Borgarleikhúsið hefur sett upp en 68 listamenn taka þátt í henni, það eru 33 börn, 24 fullorðnir og 11 hljómsveitarmeðlimir. Frumsýning er áætluð 5.mars. Þrír glæsilegir ungir dansarar deila aðalhlutverkinu og hafa verið í hörðu dansnámi síðastliðna 8 mánuði undir stjórn breskra kennara. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson.
Söngleikurinn um Billy Elliot var frumsýndur á West End í London árið 2005 og hefur vakið gríðarlega athygli um víða veröld. Sýningin hlaut mikið lof og fjölda verðlauna og er nú loksins komin íBorgarleikhúsið undir stjórn sama hóps og færði okkur Mary Poppins. Hér blandast saman blússandi húmor og stórkostleg dans- og söngatriði svo úr verður sannkölluð flugeldasýning með einvala liði leikara og auðvitað íslenskum Billy.
Verkið Billy er á leiðinni í boxtíma þegar hann lendir fyrir slysni á dansæfingu. Hann byrjar að hreyfa sig í takt við tónlistina og uppgötvar sér til furðu að þetta er ekki einungis það skemmtilegasta sem hann hefur gert heldur er hann einfaldlega fæddur til að dansa.
Billy á sér draum sem samræmist ekki hugmyndum fullorðna fólksins, hann dreymir um að verða dansari á heimsmælikvarða og er tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Billy Elliot er þroskasaga unga fólksins og hinna fullorðnu – mögnuð og falleg saga um baráttu drengs við fordóma samfélagsins og fjölskyldunnar um að fá að vera sá sem hann er. Þetta er kraftmikið verk um alvöru fólk með skotheldri og grípandi tónlist eftir Elton John, stórfenglegum hópdansatriðum og ótrúlega hæfileikaríkum dreng í aðalhlutverki sem á eftir að fá áhorfendur til að gapa af undrun..
Aðstandendur Höfundur: Lee Hall & Elton John | Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson | leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson | Tónlist: Elton John | Leikmynd: Petr Hlousek | Búningar: Helga I. Stefánsdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson | Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson | Danshöfundur: Lee Proud | Meðframleiðandi: Baltasar Kormákur | Leikarar: Hjörtur Viðar Sigurðarson, Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Baldvin Alan Thorarensen, Halldóra Geirharðsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðjón Davíð Karlsson, Halldór Gylfason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Örn Árnason o.fl
Allar nánari upplýsingar veitir: Alexía Björg Jóhannesdóttir; alexia@borgarleikhus.is s:590 8848 / 869 6118
Þær Lísa og Lísa, leiknar af hinum ástsælu akureyrsku leikkonum Sunnu
Borg og Sögu Geirdal Jónsdóttur, eru komnar á sjötugsaldurinn og hafa
búið saman í þrjátíu ár – hálfvegis í felum. Fyrir atbeina ungs
leikskálds hafa þær nú tekið ákvörðun um að koma út úr skápnum og
segja sögu sína á leiksviði. Einlægt og meinfyndið leikrit. Nýtt írskt
verðlaunaverk.
Leikritið sló í gegn á Akureyri síðasta vetur og kemur nú loksins
suður. Gagnrýnendur voru á sama máli, Lísa og Lísa er frábær skemmtun.
Brot úr gagnrýnum
Næm og falleg sýning.
– Hlín Agnarsdóttir, DV
Jón Gunnar á heiðurinn af leikstjórninni og samstarf hans við
leikkonurnar og aðra listamenn uppsetningarinnar hefur skilað
áferðarfallegri leiksýningu sem býr yfir mikilli nánd, mannlegri hlýju
og skilningi á lífi samkynhneigðra para.
– Hlín Agnarsdóttir, DV
Mergjuð skemmtun!
– Páll Jóhannesson, Akureyri.net
Lísa og Lísa, góðar saman.
– Björn Þorláksson, Akureyri Vikublað
Lísa og Lísa eiga erindi til allra.
– Hulda Sif Hermannsdóttir, Vikudagur
Sýning sem allir bæjarbæar ættu að sjá.
– Eiríkur Björn Björnsson, Bæjarstjóri
Höfundurinn
Amy Conroy leikkona, leikstjóri og skáld er búsett í Dyflinni. Hún
hlaut verðlaun Dublin Fringe-hátíðarinnar 2010 fyrir leikritið um
Lísurnar tvær og var tilnefnd til írsku leiklistarverðlaunanna 2012,
bæði sem höfundur og leikkona.
Leikstjórinn
Jón Gunnar útskrifaðist með BA í leikstjórn frá Drama Centre London
árið 2006. Hann hefur leikstýrt í atvinnuleikhúsum á Íslandi, Englandi
og í Finnlandi. Hann hefur einnig unnið sem aðstoðarleikstjóri í The
Royal Shakespeare Company og hjá Vesturporti. Jón Gunnar hefur haldið
fjölda námskeiða, leikstýrt í menntaskólum og stjórnað Götuleikhúsinu
í Reykjavík.
HEIMSVIÐBURÐUR Í ELDBORG OG HOFI
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands gengur til liðs við TODMOBILE og Steve
Hackett (GENESIS) í ELDBORG og HOFI!
TODMOBILE og Steve Hackett gítarleikari GENESIS hafa aldeilis fengið
góðan liðsstyrk eftir að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ákvað að taka
þátt í þessari TODMOBILE/GENESIS tónlistarveislu.
Hljómsveitin ásamt Guðmundi Óla Gunnarssyni hljómsveitastjóra, bætist
við Rokkestru TODMOBILE sem er skipuð er hljóðfæraleikurum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands og kórsins Hljómeykis.
Þessi glæsilegi 60 manna tónlistarher ætlar að flytja bestu lög
Todmobile frá ýmsum tímabilum og mögnuðustu lög GENESIS frá
gullaldartímabili hljómsveitarinnar.
Þetta verða lög eins og The Lamb Lies Down On Broadway, Suppers´s
Ready, Mama og Brúðkaupslagið, Spiladós, Stelpurokk og Stúlkan.
Heimsviðburður í ELDBORG 16. janúar og í HOFI 17. janúar sem enginn
tónlistarunnandi má missa af.
Miðasala er á harpa.is og menningarhus.is
Eftir 10 ára líftíma er leikhus.is meira lifandi en nokkru sinni fyrr.
Við vorum að taka í gagnið nýjan og endurbættan vef sem er sannkallað
leikhústorg þar sem þú finnur allt um leikhús á Íslandi – á einum
stað.
„Hvað er í leikhúsinu – í kvöld?“
Á vefnum geturðu nálgast upplýsingar um allar leiksýningar á landinu,
án óþarfa heimsókna yfir á aðrar heimasíður. Spurningunni „Hvað er í
leikhúsi í kvöld?“ hefur því aldrei verið auðveldara að svara.
Nýtt árið 2015 – umfjöllun, gagnrýni og viðtöl við leikhússfólk
Til að gera vefinn enn efnisríkari en áður eru nú lögð drög að því að
leikhús.is verði vettvangur lifandi skoðanaskipta um leikhús og
leikhúsmál. Árið 2015 verður því boðið upp á umfjöllun og gagnrýni um
leiksýningar og birt skemmtileg viðtöl við leikara, leikstjóra,
búningahönnuði og aðra sem koma að töfraheimi leikhússins.
Sagan á bakvið leikhús.is
Sagan á bak við leikhús.is er sú að jólin 2003 styrkti Söluskóli
Gunnars Andra (SGA) hinn nýstofnaða leikhóp Fimbulvetur, en hópurinn
setti upp hið bráðskemmtilega verk Ójólaleikrit eftir Jeff Goode.
Styrkur SGA fólst m.a. í auglýsingum og sérstöku vefsvæði fyrir
leikhópinn.
Á þessum tíma kynntist Gunnar Andri því af eigin raun hversu erfitt
var fyrir lítinn leikhóp að standa í markaðsstarfi og keppa við stóru
leikhúsin á jafnræðisgrundvelli.
Hann velti því fyrir sér hvernig færa mætti leikhúsið nær almenningi
og auka möguleika áhuga- og atvinnuleikhúsa og hópa til að kynna sig.
Það var svo þann 27. janúar 2004 að hugmyndin kviknaði – netið var
besti staðurinn til að sýna framboðið í leikhúslífi á Íslandi.
Eftirgrennslan leiddi í ljós að lénið www.leikhus.is var laust og var
það keypt þegar í stað. Undirbúningur að upplýsinga- og þjónustuvef
fyrir leikhús á Íslandi var hafinn og í júní 2004 var fyrsta útgáfan
af leikhus.is komin á netið.
Leikhus.is opnaði formlega haustið 2004
og er SGA enn þann dag í dag aðalmáttarstólpi leikhús.is.