Hvítt
Gaflaraleikhúsið sýnir verðlaunasýninguna Hvítt í Hafnarborg, listasafni Hafnfirðinga. Leikstjóri Hvítt er Gunnar Helgason og leikarar eru María Pálsdóttir og Virginia Gillard.
Áhorfendur er boðnir velkomnir á stað þar sem allt er hvítt. Þetta er heimur sem glitrar, glansar og skín á nóttunni og er fullur af fuglasöng og fuglahúsum. Heimurinn er bjartur, skipulagður og hvítur, En uppi í trjánum er ekki allt hvítt. Litirnir birtast. Fyrst rauður….svo gulur …svo blár.
Hvítt er leikandi létt og afar sjónræn sýning fyrir ung börn frá 2 til 5 ára og fullkomin sem fyrsta reynslan af leikhúsinu. Sýningin sem kemur frá Catherine Wheels leikhópnum í Skotlandi hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verið sýnd um allan heim.
Að lokinni leikssýningunni býður Hafnarborg sýningargestum í einstaka ferð um sýningu hafnfirska listamannsins Kristbergs Péturssonar „Hraun og mynd“ þar sem börnin fá einnig tækifæri á að uppgötva litina sem leynast í dökku hrauninu.