The European Dream | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    The European Dream

    PLAKAT TILBÚIÐÞessa dagana er í gangi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ alþjóðlegt verkefni sem er styrkt af Erasmus+ áætluninni og er stýrt af kennurnum FG. Þátttakendur eru 45 talsins og koma frá Íslandi, Þýskalandi og Ítalíu. Markmiðið er að búa til sýningu sem nefnist THE EUROPEAN DREAM og mun hún fjalla um af hverju fólk ákveður að flytjast frá landinu sínu og til annars lands í leit að betra – nýjum draumi. Frumsýning á verkinu sem búið verður til verður laugardaginn 18. apríl, kl. 18:00. Að auki er það í höndum nemenda sjálfra að búa til heimildarmynd um allt ferlið sem verður tilbúin í lok sumars.

    15 íslenskir nemendur á leiklistarbraut koma að verkefninu. 

    Námið á leiklistarbraut í FG er að mestu byggð upp að breskri fyrirmynd þar sem áhersla er lögð á að opna sköpunarkraft nemenda og hæfni þeirra í samvinnu og skapandi lausnum. Nemendur takast á við grunnþætti leiklistar eins og spuna og tækni leikarans og leikstjórans í leikhúsi. Einnig er lögð áhersla á að tengja efnið og námið út í samfélagið og rannsaka ýmis málefni með hjálp sviðslista í víðu samhengi. Nemendur fá einnig að kynnast leikbókmenntum, helstu fræðimönnum, kenningum og straumum og stefnum í leiklistarsögunni. Á lokaári fara nemendur í stóra áfanga þar sem þeir taka þátt í uppsetningum leiksýninga. Námið undirbýr nemendur sérstaklega undir frekara leiklistartengt nám og annað listnám en nýtist líka sem undirbúningur fyrir nám í hvers kyns hugvísindum.

    Aðeins þessi eina sýning – 18. apríl, kl. 18:00. Ókeypis aðgangur.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!