≈ [um það bil]
Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í senn.
Sýningin er sýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.
Hvað færðu há laun fyrir vinnu þína? Í þágu hvers ertu að vinna? Í þessu nýja verki kynnumst við fjölskrúðugum hópi fólks þar sem hver og einn glímir við markaðslögmálin með sínum hætti.
Margrét lætur sig dreyma um að sleppa út úr hagkerfinu, Máni vill rústa því. Andrej vill fá vinnu, Freyja vill hefnd. Þau fjárfesta í frímerkjum og furuhnetum, draumórum og ilmvötnum, barnavögnum og hugsjónum.
Hvernig hefur hagkerfið sem við lifum í áhrif á okkur, á það hvernig við horfum á hlutina, hvernig við notum tungumálið, hvernig við beitum líkama okkar?
≈ [um það bil] eftir Jonas Hassen Khemiri er í senn bráðfyndið og ágengt verk þar sem er leitast við að veita áhorfendum sem fjárfest hafa í leikhúsupplifun kvöldsins hæsta mögulega skemmtunarvirði á hvern keyptan miða. Hvað þarf raunverulega til, til þess að leikrit sé miðaverðsins virði?
Verkið var frumsýnt á Dramaten í Stokkhólmi á liðnu hausti og hefur notið gífurlegra vinsælda í Svíþjóð.
Hægt er að kaupa miða hér: https://midi.is/kaupamidas=%252fImKipYAVizBNYV%252fsPXL6fu9mLkFJ95k%252brtP4lqB2G2Xv8byFiAZo