Sagan
Gunnar Andri Þórisson er upphafsmaður leikhus.is. Sagan á bak við
vefsíðuna er sú að í upphafi, jólin 2003, styrkti Söluskóli Gunnars
Andra (SGA) hinn þá nýstofnaða leikhóp Fimbulvetur. Hópurinn setti þá
upp hið bráðskemmtilega verk Ójólaleikrit eftir Jeff Goode. Styrkur
SGA var í formi auglýsinga og vefsvæðis fyrir leikhópinn.
Á þessum tíma kynntist Gunnar Andri því af eigin raun hve erfitt það
var fyrir lítinn atvinnuleikhóp að standa í markaðsstarfi og keppa við
stóru leikhúsin á einhverjum jafnréttisgrundvelli og fór hann því að
velta fyrir sér hvernig færa mætti leikhús nær almenningi og auka
möguleika bæði áhuga- og atvinnuleikhúsa og hópa til að kynna sig. Það
var svo þann 27. janúar 2004 að hugmyndin kviknaði – netið var besti
staðurinn til að sýna framboðið í leikhúslífi á Íslandi.
Eftirgrennslan leiddi í ljós að www.leikhus.is var laust og var það
keypt þegar í stað.Undirbúningur að upplýsinga- og þjónustuvef fyrir
leikhús á Íslandi var hafinn og í júní 2004 var fyrsta útgáfan af
leikhus.is komin á netið. Leikhus.is opnaði síðan formlega haustið
2004. SGA er enn aðal Mátarstólpi leikhus.is